Full-stack forritari fyrir spennandi gervigreindarverkefni

LagaViti ehf. 18. Dec 2024 Fullt starf

Við erum sprotafyrirtæki sem vinnur að byltingarkenndri gervigreindarhugbúnaðarlausn fyrir lögfræðinga. Fyrirtækið hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og er líklegt að lausnin muni hafa mikil og jákvæð áhrif á samfélagið.

Við leitum núna að metnaðarfullum Full-stack forritara sem brennur fyrir tækninýjungar og hefur mikinn áhuga á nýjustu gervigreindarlausnum.

Helstu verkefni:

Hönnun og þróun á RAG (Retrieval Augmented Generation) kerfi með fjölagentaarkitektúr í bakenda
Bestun og samþætting stórra mállíkana (LLMs) við sérsniðna agenta
Þróun á raunstímaviðmóti fyrir notendaupplifun í framenda
Uppsetning á vector gagnagrunnum og semantic leitarlausnum
Hönnun og innleiðing á REST/GraphQL API endpoints
Þróun á gagnvirkum visualizations fyrir að sýna samskipti milli agenta
Uppsetning á monitoring og logging kerfum
Samvinna við UX/UI hönnuð við innleiðingu notendaviðmóts

Hæfniskröfur:

BS/MS í tölvunarfræði eða sambærileg menntun
Reynsla af Python og ML frameworks (PyTorch, TensorFlow, Langchain)
Góð JavaScript/TypeScript kunnátta og reynsla af React
Þekking á stórum mállíkönum (LLMs) og prompt engineering
Þekking á vector gagnagrunnum (t.d. Pinecone, Weaviate)
Reynsla af state management (Redux, MobX, Zustand) og API samskiptum
Skilningur á microservice arkitektúr og distributed systems
Skilningur á Docker og cloud infrastructure
Áhugi á notendaupplifun og hönnun er mikill kostur

Við leitum að einstaklingi sem:

Hefur ástríðu fyrir gervigreind og nýsköpun
Er tilbúinn að læra og tileinka sér nýja tækni hratt
Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði
Er sveigjanlegur og tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni
Hefur góða samskiptahæfni og getu til að vinna í teymi
Er tilbúinn að vaxa með fyrirtækinu og taka þátt í að móta framtíð þess

Við bjóðum:

Tækifæri til að vinna með nýjustu tækni í gervigreind
Sveigjanlegan vinnutíma og góða vinnuaðstöðu
Spennandi starfsumhverfi í örum vexti
Tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun vörunnar

Ef þú ert með brennandi áhuga á gervigreind og vilt taka þátt í að byggja upp spennandi gervigreindarlausn frá grunni, þá viljum við heyra frá þér.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóra Lagavita (johannes@lagaviti.is), ásamt ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú lýsir því hvers vegna þú ert rétti einstaklingurinn í starfið.

Við hvetjum fók til að skila inn umsókn hið allra fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið um leið og rétti einstaklingurinn er fundinn.