Full stack forritari

Norda 4. Mar 2025 Fullt starf

Norda óskar eftir hæfileikaríkum og áreiðanlegum full stack forritara með brennandi áhuga á að smíða traustan og notendavænan hugbúnað. Um er að ræða spennandi starf innan um fjölbreyttan hóp einstaklinga með ólíka þekkingu og reynslu.

Við hjá Norda erum stolt af okkar fólki og saman höfum við smíðað margar ólíkar hugbúnaðalausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á hlýtt og notalegt vinnuumhverfi og að styðja við starfsfólk með tækifærum til að vaxa í starfi.

Í okkar samfélagi eyðum við stórum hluta af tímanum okkar í vinnunni, þess vegna leggjum við hjá Norda okkur fram við að skapa heilbrigt starfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Meira um okkur hér.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hanna og smíða flóknar, öruggar og framsæknar lausnir
  • Vera hluti af drifnu og ástríðufullu teymi sem skilar frá sér hugbúnaði í hæsta gæðaflokki til fjölbreytts hóps viðskiptavina
  • Náin samvinna með öðrum forriturum, verkefnastjórum og hönnuðum við að hugsa hlutina lengra en bara tæknilega partinn
  • Hafa áhrif og vera hluti af því að móta og byggja upp nýjar vörur
  • Njóta sín í umhverfi þar sem hugmyndum og gagnrýni er tekið fagnandi, samskiptin eru frábær og hver einstaklingur skiptir máli

Hæfniskröfur:

  • Ástríða fyrir að þróa framsækinn hugbúnað
  • Tillitssemi, frumkvæði og forvitni
  • Færni í teymisvinnu og smitandi jákvæðni
  • Lausnamiðuð hugsun
  • Löngun til að bæta við sig og deila þekkingu

Eftirfarandi menntun og reynsla er kostur en ekki krafa:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • A.m.k. þriggja ára reynsla af hugbúnaðarþróun
  • React (Next.JS)
  • React Context eða sambærilegt tól
  • TypeScript
  • NestJS
  • Nx workspace eða sambærilegt umhverfi
  • PostgreSql
  • CI/CD (GitHub Actions)
  • AWS (EKS, EC2, Lambda, CloudFront, RDS o.s.frv.)
  • Tailwind CSS
  • CSS-in-JS
  • Headless CMS, m.a Prismic
  • Figma
  • Smíði og framkvæmd prófana

Það sem við bjóðum okkar fólki:

  • Styttingu vinnuvikunnar
  • Fjölbreytt verkefni í nútímalegum tæknistakk
  • Fjölskylduvænt fyrirtæki með sveigjanlegri viðveru
  • Tækifæri til að vinna í teymi með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki
  • Umhverfi þar sem allir hafa rödd
  • Tölvubúnaður að eigin vali
  • Virk skemmtinefnd sem skipuleggur smærri og stærri viðburði mjög reglulega
  • Niðurgreiddur hádegismatur og fullur ísskápur af snarli
  • Net- og símastyrkur
  • Samkeppnishæf laun
  • … og fleira.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á atvinna@norda.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.