Full stack forritari

HR Monitor (CEO HUXUN ehf) 19. Apr 2024 Fullt starf

FORRITARI
Óskum eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á forritun. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað og vera hluti af þróun á frumkvöðlalausn sem hefur náð góðri stöðu og útbreiðslu á Íslands markaði og stefnt er með enn meiri krafti á erlenda markaði þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Viðkomandi þarf að geta starfað einn og sjálfstætt í hönnun og forritun á verkþáttum og einnig verið leiðandi í verkefnum og verkþáttum þegar fleiri starfa saman að framkvæmd verkþátta. Teymi forritara er fámennt og þurfa því allir forritarar að vera sterkir sjálfstæðir forritarar.

Fyrirtækið býður upp á persónulegan vinnustað, þar sem hver og einn skiptir máli og allir finna til sín í starfi. Vinnutími er sveigjanlegur innan dagsins og vinnuálag utan dagvinnutíma undantekning.

STARFSSVIÐ
Full stack forritari eða minnsta kosti framendaforritari

HÆFNISKRÖFUR
– Þekking og reynsla af C#, Typescript, SCSS og HTML.
– Þekking og reynsla af Angular, ASP.NET Core, Entity Framework Core og PostgreSQL er kostur.
– Nám í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
– Vera lausnarmiðaður og hafa frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
– Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Gott ef viðkomandi hefur þekkingu og reynslu til að hanna og útfæra kerfi frá byrjun til enda.

AÐRAR UPPLÝSINGAR
CEO HUXUN (HR Monitor) er frumkvöðlafyrirtæki staðsett í Innovation House Eiðistorgi. Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðinn HR Monitor sem nú þegar hefur tug þúsundir notenda og er nýtt af íslenskum og erlendum fyrirtækjum. Félagið er í eigu stofnenda og fjárfestingarfélags og hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og fleirum til frekari tækniþróunar og sóknar á erlenda markaði. Ef þú leitar að spennandi verkefnum í frumkvöðlageiranum, tækifæri til að þróa vöru sem stefnt er með á erlenda markaði, vilt vinna í góðu vinnuumhverfi og með hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

NÁNARI UPPLÝSINGAR Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Arnardóttir, gunnhildurarnar@ceohuxun.is og Trausti Harðarson, traustihardar@hrmonitor.com

UMSÓKNARFRESTUR Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 30.apríl n.k.