Forritari
Við leitum að full-stack forritara til starfa í öflugt teymi á tæknisviði Já og Gallup.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þróun og viðhald á veflausnum Já og Gallup
-
Skapa nýjar stafrænar vörur fyrir Já og Gallup
Menntunar- og hæfniskunnátta
- Eftirsótt tæknikunnátta, en ekki nauðsynleg: Python, Docker, Vue.js (eða sambærilegum js umhverfum), SQL og Flutter
Fríðindi í starfi
-
Sveigjanlegur vinnutími
-
Öll þau tæki og tól sem þú þarft til vinnu
-
Fjölbreytt og spennandi úrval þróunarverkefna
-
Fyrirmyndar vinnuaðstaða og mötuneyti
-
Samkeppnishæf laun
-
Frjálsir dagar og lærdómsdagar til að kynna þér nýja hluti og vinna í því sem þér finnst áhugavert
-
Ótakmarkað magn af kaffi
Aðrar upplýsingar
Já býður upp á lausnir sem auðvelda viðskipti og samskipti og er vefurinn Já.is ein þeirra. Gallup er leiðandi markaðsrannsóknafyrirtæki á Íslandi og býður upp á lausnir sem auðvelda fyrirtækjum og stofnunum ákvarðanatöku.
Áhersla Já og Gallup á stafræna þróun þýðir að vöruframboðið okkar tekur stöðugum breytingum. Til að mæta þeim áskorunum styðjum við og hvetjum starfsfólk til að þróast og læra í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Vignisson, sviðsstjóri tæknisviðs, kristinn@ja.is
Sækja um starf
Umsóknir skulu sendast á kristinn@ja.is