Full Stack Developer

Fuglar ehf. 4. Jul 2018 Fullt starf

Fuglar ehf. hugbúnaðarhús sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Fyrstu verkefni okkar voru í tengslum við lífeyrissjóðskerfið Kríu. Í dag sér fyrirtækið um þróun og rekstur tengt lífeyrissjóðskerfum og sjóðfélagavefjum, auk ýmissa annarra hliðarverkefna.

Fyrirtækið er í örum vexti og viljum við því ráða til okkar öflugan Full Stack forritara sem hefur menntun og reynslu í hugbúnaðargerð. Við hjá Fuglum ehf. leggjum mikla áherslu á nútímavædda hugbúnaðarþróun og höfum undanfarið verið að innleiða Agile verkferla og samfellda hugbúnaðarþróun (e. Continuous Development). Samhliða þróunarvinnu mun viðkomandi sinna áframhaldandi innleiðingu þessara verkferla þvert á teymi fyrirtækisins.

Hæfniskröfur:

  • B.Sc. gráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða samskonar menntun (M.Sc. kostur).
  • Mikil þekking í gagnagrunnsforritun, Microsoft SQL Server og Oracle SQL.
  • Yfirgripsmikil þekking í hlutbundinni forritun, þá sérstaklega C# (.NET) en mikill kostur er ef viðkomandi hefur einnig reynslu af Delphi.
  • Almenn þekking í vefsíðuforritun óháð framework. Viðkomandi þarf að geta tileinkað sér JavaScript kóða hvort sem hann er skrifaður í jQuery, AngularJS, Angular, React o.s.frv. Auk þess er mikilvægt að viðkomandi hafi reynslu af skilgreiningarmálum, svo sem HTML, CSS, SASS, XML, JSON o.s.frv.
  • Þekking á helstu Agile aðferðafræðum.
  • Góð þekking í TFS; þ.e. uppsetningu sjálfvirkra ferla í TFS.
  • Kóðastýring með Git, reynsla af GitFlow er kostur.
  • Góð enskukunnátta.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og vilji til að miðla þekkingu.

Reynsla af eftirfarandi er jafnframt kostur:

  • Þekking á RESTful vefþjónustum í ASP.NET.
  • Þekking á sviði ADFS auðkenningar fyrir native-, og veflausnir.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið en umsjónarmaður ráðningar er Matthías Björnsson (matthias@fuglar.com) og skulu umsóknir berast í tölvupósti fyrir 23. júlí n.k.

Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.