Framendaforritari í nýju fjártæknifyrirtæki
Kardio er nýtt þjónustufyrirtæki á íslenskum markaði. Við gefum út nýja tegund fyrirtækjakorta sem auðveldar útgjaldastýringu fyrirtækja og býður upp á sjálfvirkara bókhald.
Við leitum að framendaforritara til að taka þátt í vegferðinni á góðum tímapunkti.
Kardio byggir á áratuga reynslu fjártæknifyrirtækisins Memento ehf.
Þú værir að koma inn í framendateymi fyrirtækisins og taka þátt í sprettum þar sem ný virkni er þróuð og gefin út með reglubundnum hætti. Við erum með langan biðlista af fyrirtækjum sem bíða eftir flottri virkni sem þú myndir aðstoða okkur við að útfæra.
Það verður keyrsla, en það verður líka gaman.
Tæknistakkur Kardio er (skv. okkar eigin óháða mati) allur fyrsta flokks. Þar má t.d. nefna:
- AWS hýsingarumhverfi
- Go bakendi
- React stjórnborð
- React Native Typescript App
og ýmislegt annað flott og skemmtilegt.
Hjá Kardio starfar frábært teymi hugbúnaðarsérfræðinga með áralanga reynslu í því sem verið er að vinna að.
Stemningin í hópnum er góð (aftur skv. okkar eigin óháða mati), þar sem hrein og bein samskipti og virðing fyrir mismunandi skoðunum er í fyrirrúmi.
Ef þú ert sú rétta/rétti fyrir okkur, myndum við taka þér fagnandi og leggja okkur fram að upplifun þín sé góð frá fyrsta degi.
Skrifstofan okkar er staðsett í Bolholti. Við bjóðum upp á fína aðstöðu með allar helstu græjur sem þig gæti vantað til starfsins ásamt kaffihúsastemningu með góðu kaffi, snarli og setustofu til að breyta um umhverfi.
Við hvetjum alla til að íhuga að sækja um, óháð kyni og aldri.
Sækja um starf