Framendaforritari
Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingi með brennandi áhuga notendaupplifun, viðmóti og framsetningu gagna. Í boði eru skemmtileg og krefjandi verkefni sem eru hluti af þeirri stafrænu vegferð sem Sjóvá er á.
Við leitum að einstaklingi með
- háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilega menntun
- framúrskarandi samskiptahæfileika og hæfni til að vinna í teymi
- skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og færni í að koma hugmyndum sínum á framfæri
- þekkingu og reynslu af helstu Javascript tólum eins og Vue
- þekkingu og reynslu af framsetningu (Html, Css, Less, Sass)
- reynslu af hugbúnaðarþróun í .NET, reynsla af notkun Git og Swagger er kostur
Starfið felur meðal annars í sér
- hönnun, þróun og viðhald á notendaviðmóti veflausna
- þróun framenda með Vue og samþættingu við API
- þátttöku í þverfaglegum teymum sem vinna að starfrænum verkefnum
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar veitir Birna Íris Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs, birna.jonsdottir@sjova.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k.