Framendaforritari

RÚV 21. Sep 2018 Fullt starf

Framendaforritari

Hugbúnaðarþróunardeild

RÚV leitar að framendaforritara í 100% starf í hugbúnaðarþróunardeild RÚV. Í starfinu felst viðmótshönnun og forritun á RÚV.is og tengdum vefum auk greiningar, hönnunar og forritunar á innanhúskerfum. Forritarar RÚV vinna m.a. að því að tryggja að RÚV.is standist kröfur um nútímavefþjónustu, að vefur RÚV sé áhugaverður, vandaður og fjölsóttur miðill þar sem nýjustu fréttir, fréttaskýringar og annað dagskrárefni er aðgengilegt og áhugavert. Um er að ræða spennandi starf með úrvals samstarfsfólki á skemmtilegum vinnustað.

STARFSSVIÐ
• Viðmótshönnun og forritun á RÚV.is og tengdum vefum.
• Greining, hönnun og forritun á nýjum viðmótum fyrir innanhúskerfi.
• Almenn framendaforritun (HTML, CSS, Javascript).

HÆFNISKRÖFUR
• Reynsla af forritun og viðmótsvinnu.
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Hefur gott vald á forritun fyrir framenda (HTML, CSS og Javascript).
• Þekking á React er kostur.
• Þekking á Drupal er kostur.
• Tileinkar sér SASS í sínum verkefnum.
• Þrífst í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi.
• Getur bæði unnið með hönnuði við að útfæra vefviðmót en jafnframt haft frumkvæði og tekið hönnunina í eigin hendur ef þarf.
• Nýjungagirni og sveigjanleiki til þess að prófa nýja tækni.
• Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.

Umsóknarfrestur er til 8. október 2018.
Nánari upplýsingar veitir Gísli Þórmar Snæbjörnsson, gisli.thormar.snaebjornsson@ruv.is,
s: 515 3000.

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.