Framendaforritari

Bláa Lónið 11. Feb 2025 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að metnarfullum og reynslumiklum framendaforritara í innviðateymi Digital Solutions and Data. Lausnir teymisins gegna lykilhlutverki í að skapa framúrskarandi stafræna upplifun fyrir gesti Bláa Lónsins. Við leggjum metnað í að þróa lausnir sem endurspegla einstaka upplifun Bláa Lónsins, mæta þörfum gesta okkar og styrkja vörumerkið á sem bestan hátt.

Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.


Helstu verkefni

  • Þróa notendavænar vef og bókunarlausnir fyrir Bláa Lónið
  • Framendaarkitektúr
  • Viðhald og þróun á einingasafni Bláa Lónsins
  • Web performance
  • Content architecture með CMS
  • Uppsetning og viðhald greiningatóla á vef og bókunarlausnum Bláa Lónsins
  • Ítrun á vinnuumhverfi framendaforritara Bláa Lónsins

  • Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð samskiptahæfni og frumkvæði
  • Metnaður og reynsla í hugbúnaðarþróun
  • Unnið með Typescript, React og Next.js
  • Áhuga á umbótum á vinnuumhverfi framendaforritara
  • Áhuga á að læra nýja hluti og vaxa í starfi
  • Áhuga á hönnun og notendaupplifun
  • Metnað fyrir að gera góða hluti enn betri

  • Tæknin sem við vinnum með
    Við nýtum okkur nútímatækni á borð við Vercel, Turborepo, Next.js, Typescript, React, GraphQL, Github og Contentful til að skapa hraðar, öruggar og sveigjanlegar lausnir.


    Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.

    Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.


    Sækja um starf
    Upplýsingar fyrir umsækjendur

    Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.

    Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson forstöðumaður, á netfangið: jonatan.arnar.orlygsson@bluelagoon.is