Framendaforritari

Bláa Lónið leitar að metnarfullum og reynslumiklum framendaforritara í innviðateymi Digital Solutions and Data. Lausnir teymisins gegna lykilhlutverki í að skapa framúrskarandi stafræna upplifun fyrir gesti Bláa Lónsins. Við leggjum metnað í að þróa lausnir sem endurspegla einstaka upplifun Bláa Lónsins, mæta þörfum gesta okkar og styrkja vörumerkið á sem bestan hátt.
Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.
Helstu verkefni
Hæfniskröfur
Tæknin sem við vinnum með
Við nýtum okkur nútímatækni á borð við Vercel, Turborepo, Next.js, Typescript, React, GraphQL, Github og Contentful til að skapa hraðar, öruggar og sveigjanlegar lausnir.
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson forstöðumaður, á netfangið: jonatan.arnar.orlygsson@bluelagoon.is