Framendaforritari

Kvika 25. Oct 2024 Fullt starf

Við leitum af framendaforritara í banka- og verðbréfahóp á upplýsingatæknisviði bankans. Helstu verkefni eru rekstur og þróun á framendalausnum vörumerkja bankans sem eru notuð af tugþúsundum Íslendinga á hverjum degi.  

Ef þú hefur metnað til að takast á við krefjandi verkefni, hefur áhuga á fjármálastarfsemi og sækist í að kynnast flóknu tækniumhverfi, ásamt því að hafa drifkraft til að þróa öflugustu fjártæknilausnir landsins gætum við verið að leita að þér.
 
Helstu verkefni og ábyrgð:
– Þróun á framendalausnum bankans
– Greining nýrra verkefna
– Þátttaka í vöruþróun
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Meira en 3 ára starfsreynsla í hugbúnaðarþróun
– Reynsla af React og React Native
– Reynsla af vefumsjónarkerfum á borð við Prismic kostur
– Góðir samskiptahæfileikar
– Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi
 
 
Tæknistakkur

Framendi: Typescript, React, React Native, NextJS, Expo, Vercel
Bakendi: .NET, Python, SQL, Docker, CI/CD ferlar, AWS

Kvika er öflugur banki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björk Hauksdóttir, hópstjóri banka- og verðbréfahóps, bjork.hauksdottir@kvika.is.

Sótt er um starfið á umsóknarvef Kviku

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember.