Framendaforritari

Júní 20. Oct 2022 Fullt starf

Við leitum að framendaforritara í Júníversinn

Hæ framendaforritari, langar þig að að gera heiminn fallegri og betri með vönduðum stafrænum lausnum?

Við hjá Júní erum að leita að reyndu fólki í mörg af mest spennandi og krefjandi verkefni á Íslenskum markaði í dag.

Í hverju felst giggið?

Starfið er ótrúlega fjölbreytt og felur í sér hönnun og útfærslu framendaviðmóta. Starfið er unnið í nánu samstarfi við ráðgjafa, hönnuði, bakendaforritara ásamt viðskiptavini og gefur því gríðarlegt svigrúm til að taka þátt í að leysa flókin og krefjandi verkefni í öflugum teymum.

Draumaumsækjandi okkar hefur:

  • Ástríðu fyrir öflugri teymisvinnu
  • Hefur gaman af krefjandi áskorunum
  • Víðtæka reynslu og þekkingu á:
    • CSS
    • HTML
    • Typescript / Javascript
    • React
    • Cypress
  • Það er STÓR plús ef þú hefur þekkingu og eða reynslu af:
    • Tailwindcss
    • Next.js

Tæknistakkur:

Bakendi: Typescript, Node.js (Express, NestJS), Docker, GraphQL, CI/CD build ferlar (Github actions, Azure DevOps, CircleCI, Netlify), Elasticsearch o.s.frv.

Framendi: Typescript, React, Next.js, Tailwind CSS o.s.frv.

Prófanir: Jest, Cypress

Um okkur

Júní er stafrænt þjónustufyrirtæki sem býður fyrirtækjum og stofnunum alhliða þjónustu í þróun stafrænna lausna. Þjónustuframboð Júní spannar allt ferlið við mótun stafrænna lausna þ.e. ráðgjöf, hönnun og forritun en markmiðið er alltaf að skapa framúrskarandi veflausnir þar sem markmið viðskiptavinarins eru höfð að leiðarljósi

Við hjá Júní viljum hafa áhrif á framtíðina í stafrænum lausnum sem einfalda og gera líf fólks betra. Júní einblínir á lærdómsmiðaða og frumlega hugsun, okkur þykir vænt um teymið og við viljum vera framsækin og hugrökk í nálgun okkar.

Endilega skoðið meira um okkar á juni.is

Við bjóðum upp á vinnustað þar sem

  • Fólk fær að blómstra og vaxa á sínu sviði
  • Rými fyrir umræður, spurningar og endurgjöf
  • Uppbyggjandi og skilvirk samskipti
  • Gleði og starfsánægju í teyminu okkar sem og með viðskiptavinum
  • Sköpunargleðin fær að njóta sín í botn
  • Tækifærin eru í áskorunum

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi CV og/eða GitHub prófíl og fleira um reynslu og áhugasvið á job@juni.is

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Júní er leiðandi í stafrænni þróun, starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og býður upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem við nýtum nýjustu tækni og tól til að sigrast á öllum (eða flestum) heimsins vandamálum.