Framendaforritari
Leiguskjól er fjártæknifyrirtæki í örum vexti á sviði leigumarkaðslausna sem lúta bæði að fjármálum, leiguvef, leiguumsjónakerfi ofl.
Við leitum að einstaklingi í starf framendaforritara sem mun taka þátt í hönnun, þróun og viðhaldi á notendaviðmóti veflausna Leiguskjóls og þjónustu sem kemur til með að heyra undir fyrirtækið.
Viðkomandi mun koma til með sjá um uppsetningu viðmóts á vef og samþætta virkni við vefþjónustur (API).
Viðkomandi mun koma til með að innleiða veflægt Javascript umhverfi, en Vue.js, React ofl. koma öll til greina. Færni viðkomandi umsækjanda í því sem hann/hún telur sig vana/n í verður könnuð og ákvörðun um þá tækni sem notuð verður tekin í samráði við hinn nýja starfskraft.
- Reynsla af React eða Vue.js
- Reynsla af Sass, Less og eða CSS Modules
- Reynsla af Webpack (ekki nauðsynlegt)
- Hæfni til að smíða og viðhalda REST/JSON API client
- Hæfni til að greina API svör
- Hæfni til að skrifa skilvirkan (high-performance), endurnýtanlegan kóða fyrir viðmót (UI component)
Starfið er bæði í boði í hlutastarfi eða fullu starfi en sveigjanleiki vinnutíma er í boði fyrir réttan aðila.
Hjá Leiguskjóli/Igloo starfa fimm manns, þar af tveir tölvunarfræðingar (HÍ og HR) sem umsækjandi mun aðallega koma til með að vinna með þótt auðvitað vinnum við öll saman sem heild til að búa til framúrskarandi tæknilausnir fyrir almenning.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. júlí 2019.
Sækja um starf
Umsóknir berist á vignir@leiguskjol.is en einnig er hægt að hafa samband beint við Vigni Má Lýðsson framkvæmdastjóra í síma 8692388.