Framendaforritari

Sendiráðið 22. Mar 2019 Fullt starf

Sendiráðið vill bæta við sig metnaðarfullum og skemmtilegum framendaforritara sem vill vinna hjá framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttum og spennandi verkefnum.

Í stórum dráttum þá er mikill uppgangur hjá Sendiráðinu og því leitum við að einstakling með góða reynslu af framenda vefforritun sem pælir mikið í notendaviðmótum og hönnun. Lykilatriði hjá Sendiráðinu er að starfsmenn vinni vel með öðrum en séu í senn sjálfstæðir í vinnubrögðum.

Hæfni og reynsla

  • Bachelor gráða í Tölvunarfræði eða samskonar menntun
  • Þekking á og reynsla af vinnu í hugbúnaðarteymi
  • Góð þekking á Javascript, HTML og CSS

Frábærir eiginleikar

  • 3+ ára reynsla í hugbúnaðargerð
  • Góð kunnátta á ReactJS, Sass, NodeJS, Redux
  • Almenn reynsla af vinnu með e-commerce og/eða CMS kerfi
  • Þekking og reynsla á útgáfustýringu t.d. með Git
  • Góða þekkingu á stöðlum og aðgengi vefja

Sendiráðið

Sendiráðið er hugbúnaðarstofa upp á Höfðabakka sem er troðfull af sköpunarkrafti og skemmtilegu fólki sem samanstendur af hönnuðum, forriturum og ráðgjöfum sem hafa alhliða þekkingu á hugbúnaðarþróun og starfrænum verkefnum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þú telur þig vera einstaklinginn sem við leitum að, sendu inn umsókn á hrafn@sendiradid.is