Forstöðumaður verkefna-, gæða- og þjónustustjórnunar

Seðlabanki Íslands 8. Jan 2025 Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan forstöðumann í stjórnendateymi upplýsingatæknisviðs.

Sviðið sér um þróun, rekstur og viðhald á stafrænum upplýsinga- og viðskiptalausnum bankans. Deild verkefna-, gæða- og þjónustustjórnunar samanstendur af tveimur teymum. Annars vegar teymi verkefna- og gæðastjórnunar sem annast m.a. verkefnastjórnun á upplýsingatæknisviði, atvika- og breytingastjórnun ásamt umsjón með ferlum sviðsins, áhættumötum, aðgangsrýni ásamt umgjörð skráninga sviðsins á m.a. áhættum, kerfum og þjónustum. Hins vegar teymi þjónustustjórnunar sem ber m.a. ábyrgð á tæknilegri þjónustu við starfsfólk, stjórnun og rekstri útstöðva, snjalltækja og annars endabúnaðar, hugbúnaðardreifingu og miðlægri aðgangsstjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á stýringu verkefna og faglegri þróun verkefnastjórnunar sviðsins
  • Ábyrgð á og framkvæmd gæðastjórnunar sviðsins samkvæmt gæðastefnu bankans
  • Ábyrgð á faglegri þróun og framkvæmd þjónustu við viðskiptavini sviðsins
  • Dagleg verkstjórn og mótun sterkrar liðsheildar
  • Þátttaka í innra starfi Seðlabankans, stefnumótun og áætlanagerð

Hæfniskröfur:

  • Viðeigandi menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Reynsla af daglegri verkstjórn og mannaforráðum og góðir leiðtogahæfileikar
  • Reynsla og þekking í gæða- og verkefnastjórnun
  • Reynsla af þjónustuveitingu í upplýsingatækni
  • Reynsla af atvika- og breytingastjórnun
  • Þekking á og reynsla af ISO 27001
  • Færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu
  • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni og metnaður í starfi

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán G Guðjohnsen, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs (stefan.g.gudjohsen@sedlabanki.is) og Íris Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar nk.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild í metnaðarfullu og hvetjandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika, fagmennsku og þekkingu. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.