Forstöðumaður Daglegra bankaviðskipta
Íslandsbanki leitar að öflugum aðila í stjórnendateymi Stafrænnar þróunar og gagnastýringar til að leiða teymi fagfólks í hugbúnaðarþróun með áherslu á gæði, tæknilega framþróun, endurnýtanleika og afhendingar lausna.
Við leitum eftir aðila til að leiða 20+ sérfræðinga sem vinna að vöruþróun lausna fyrir dagleg bankaviðskipti og opið bankaumhverfi ásamt nauðsynlegum innviðum, t.a.m. kredit-, debet- og innlánavörur ásamt innlendri greiðslumiðlun. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri, hefur eftirlit með og ber ábyrgð á kostnaði, eftirfylgni og frávikagreiningum. Forstöðumaður hefur góða yfirsýn á kerfi og viðskiptaferla sem falla undir ábyrgðarsvið hans í samræmi við upplýsingatæknistefnu bankans.
Starfið heyrir undir yfirmann stafrænnar þróunar.
Helstu verkefni:
- Fagleg forysta og öflug stjórnun
- Eftirlit, samskipti og vinna með ytri aðilum
- Tæknileg framþróun í takt við breyttar kröfur viðskiptavina
- Tæknihögun og innleiðing tæknistefnu
- Stafræn vöruþróun, nýsköpun og stefnumótun
- Skipulag og þróun mannauðs
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af hugbúnaðarþróun og tæknihögun æskileg
- Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla
- Stefnumiðuð hugsun, sköpunar- og drifkraftur
- Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veita Árni Geir Valgeirsson á upplýsingatæknisviði, arni.geir.valgeirsson@islandsbanki.is og á mannauðssviði Guðlaugur Örn Hauksson, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veita Árni Geir Valgeirsson á upplýsingatæknisviði, arni.geir.valgeirsson@islandsbanki.is og á mannauðssviði Guðlaugur Örn Hauksson, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.