Forstöðumaður á Upplýsingatæknisviði

Íslandsbanka 11. Oct 2022 Fullt starf

Íslandsbanki leitar að öflugum aðila í stjórnendateymi upplýsingatæknisviðs. Forstöðumaður á upplýsingatæknisviði bankans leiðir teymi fagfólks í hugbúnaðarþróun með áherslu á gæði, tæknilega framþróun, endurnýtanleika og afhendingar lausna. 

Við leitum eftir aðila til að leiða teymi sem vinnur að vöruþróun lausna fyrir stafræna sölu og þjónustu ásamt nauðsynlegum innviðum, t.a.m. auðkenningar, aðgangsstýringar, viðskiptamannastofn, vörustofn, rafrænar undirritanir, efnisstýringu, CRM osfrv.

Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri, hefur eftirlit og ber ábyrgð á kostnaði, eftirfylgni og frávikagreiningum. Forstöðumaður hefur góða yfirsýn yfir kerfi og viðskiptaferla sem falla undir ábyrgðarsvið hans í samræmi við upplýsingatæknistefnu bankans.

Helstu verkefni:

  • Fagleg forysta og öflug stjórnun
  • Tæknileg framþróun í takt við breyttar kröfur viðskiptavina
  • Tæknihögun og innleiðing tæknistefnu
  • Stefnumótun í samráði við vörustjóra viðskiptaeininga
  • Skipulag og þróun mannauðs

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
  • Reynsla af forritun æskileg
  • Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla
  • Stefnumiðuð hugsun og drifkraftur
  • Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar veita Árni Geir Valgeirsson á upplýsingatæknisviði, sími 844-3583 og arni.geir.valgeirsson@islandsbanki.is og á mannauðssviði Guðlaugur Örn Hauksson, sími 844-2714 og gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.

Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns með metnað fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis. Jafnframt leggur Íslandsbanki mikla áherslu á sjálfbærnimál og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veita Árni Geir Valgeirsson á upplýsingatæknisviði, sími 844-3583 og arni.geir.valgeirsson@islandsbanki.is og á mannauðssviði Guðlaugur Örn Hauksson, sími 844-2714 og gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.