Forstöðumaður upplýsingatækni
Iceland Express leitar að metnaðarfullum einstaklingi til þess stýra upplýsingatæknimálum fyrirtækisins. Forstöðumaður upplýsingatækni sér um rekstur og umsjón með tölvu-, vef og símkerfum fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt starf í krefjandi en mjög skemmtilegu vinnuumhverfi. Starfið heyrir undir Fjármálasvið.
Helstu verkefni:
• Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar
• Samskipti við hýsingaraðila og aðra tengda aðila
• Þróun og endurbætur
• Verkstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum er skilyrði
• Reynsla af stjórnun er skilyrði
• Reynsla af rekstri stórra tölvukerfa er æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Jónína Helga Ólafsdóttir, Mannauðsstjóri í síma 550-0619 eða jonina@icelandexpress.is.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál