Forritunargúru

BandTo 5. Apr 2011 Fullt starf

Nýtt sprotafyrirtæki leitar að forritunargúrú sem er orðinn leiður á þessu hefðbundna og vill prófa eitthvað nýtt. Þetta er einstakt tækifæri fyrir ÞIG ef þú hefur metnað og vilt vinna að því að búa til flotta hugmynd frá grunni.

Hvað er ætlast til af þér?

  • Setja upp vef frá grunni, útlitshönnun og forritun
  • Setja upp greiðslukerfi
  • Setja upp eiginleika á vefinn, s.s. prófíla, verkefni og fleira
  • Setja upp bakendakerfi og gagnagrunna

Hvaða hæfileika eða reynslu þarftu að búa yfir?

  • Færni í að hanna og kóða vefi
  • Þekking á því hvernig eigi að þróa hugbúnað
  • Reynsla af því að setja upp og sjá um hugbúnað og/eða vefsíður
  • Geta leitt þróun, en vinnur vel með öðrum.

Hvaða hæfileika eða reynslu máttu búa yfir?

  • Vef- og upplýsingahönnun á borð við auglýsingar, icon, logo, etc.
  • Geta unnið með hönnunarforritum
  • Unnið að nýjum vörum/þjónustum frá grunni, t.d. í sprotafyrirtæki eða innan fyrirtækis.

Endilega sæktu um ef 2 eða fleiri af eftirfarandi einkennum passa við þig:

  • Frumkvæði og frumkvöðlaeðli
  • Öguð vinnubrögð
  • Vilt eitthvað meira en 9-17 djobb
  • Vinnur vel í hóp
  • Jákvæður og skemmtilegur

Við hvetjum alla sem vilja prófa eitthvað nýtt að sækja um. Ef þú vilt vita meira þá hvet ég þig til þess að senda okkur póst á job@bandto.com


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Þú sækir um með því að senda okkur póst á job@bandto.com. Með umsókninni skal fylgja stutt intro á þér og hvað þú hefur gert og helsta ástæða þess að þú sækir um (gætir t.d. kvótað eitthvað úr þessari starfslýsingu). Þar að auki máttu senda okkur ferilskránna þína og það væri ekki verra ef það væri mynd af þér í henni (ekki það að útlit skiptir máli, en alltaf gott að geta sett andlit á nafnið).