Forritari, stafræn þróun og upplýsingatækni
Air Iceland Connect óskar eftir að ráða starfsmann í upplýsingatæknideild til að sinna verkefnum stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Áhersla er lögð á jákvætt viðhorf, góða samskiptahæfni, fagmennsku og metnað í starfi.
Starfið:
- Þarfagreining og þróun á nýjum vörum, lausnum og samþættingum
- Viðhald og hagræðing vara, lausna og samþættinga í rekstri
- Samskipti við rekstrarþjónustu- og þróunaraðila
- Teymisvinna þvert á allar deildir félagsins
Menntun/hæfni:
- BSc í tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla/þekking á SQL, HTML5, JavaScript og .NET (C# og .NET Core)
- Reynsla á Source Control kerfum
- Reynsla á webMethods eða öðrum integration tólum er kostur
- Reynsla á skýjalausnum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta, rituð og töluð
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hreint sakavottorð
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknir ásamt ferliskrá óskast í gegnum heimasíðu Air Iceland Connect, fyrir 21. september nk.