Forritari (Software Developer)
Ert þú drífandi manneskja með góða forritunarkunnáttu sem er spennt fyrir að vinna í sjálfstæðum litlum hópi að fjármálahugbúnaði framtíðarinnar? Þá erum við hjá five°degrees að leita að þér til að hanna, þróa og reka hugbúnaðarkerfi okkar.
Við nýtum okkur fyrst og fremst Microsoft tækni, svo sem Azure, .net, C#, Fluent UI og SQL Server, og erum stöðugt að leita nýrra leiða til að gera hlutina betur. Þar vonumst við til að þú getir orðið okkur að liði.
Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegri grein, eða hafa mjög góða þekkingu og áralanga starfsreynslu af þeirri tækni sem við notum.
Um five°degrees
five°degrees á Íslandi er leiðandi í gerð hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað. Hugbúnaðurinn okkar er í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Hugbúnaðarlausnir five°degrees einfalda alla umsýslu lána, verðbréfasafna, innlánsreikninga og greiðslusamninga.
Höfuðstöðvar five°degrees eru í Hollandi og er félagið í örum vexti í Evrópu og N-Ameríku. Hugbúnaðarteymi eru einnig staðsett í Portúgal og Serbíu. Starfsfólk á Íslandi vinnur með fólki í öllum þessum löndum að margvíslegum verkefnum, m.a., að skýjalausnum five°degrees í Azure.
Starfstöðvar á Íslandi eru tvær, í Kópavogi og á Akureyri. Á báðum stöðum er lagður mikill metnaður í gott starfsumhverfi og að verkefnin sem unnin eru séu bæði fjölbreytt og krefjandi.
Sækja um starf
Tekið er á móti umsóknum á netfangið: job@fivedegrees.is