Forritari óskast í liðið!

Heimkaup.is 23. May 2016 Fullt starf

Heimkaup.is leitar að forritara sem vill vinna í skemmtilegu umhverfi á vinnustað sem er í stöðugri þróun.

Við leitum að manneskju sem:

  • Hefur mikinn áhuga á forritun.
  • Er fljót(ur) að tileinka sér nýja tækni.
  • Fylgist með því nýjasta í tækni og finnst spennandi að prófa nýja hluti.
  • Getur tekið hugmyndir frá grunni og fullunnið þær.
  • Er sjálfstæð(ur) og getur jafnfram unnið í hóp.

Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á:

  • Full Stack
  • HTML, Javascript, CSS
  • PHP 7
  • C#
  • MySQL
  • ElasticSearch

Heimkaup.is er ört vaxandi fyrirtæki og stærsta vefverslun á Íslandi. Við vinnum í opnu umhverfi, erum í stöðugri þróun og leitum að bestu lausninni hverju sinni. Vilt þú bætast í liðið?


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á vinna@heimkaup.is.