Forritari og gagnagrunnshönnuður

Hafrannsóknastofnun leitar að forritara til að styrkja uppbyggingu, viðhald og framþróun upplýsingakerfa stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á bæði framenda og bakendaforritun og verður hluti af teymi sem vinnur saman að úrlausn fjölbreyttra verkefna. Starfið er tímabundið til tveggja ára. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Samhæfing gagnagrunna stofnunarinnar
-
Smíði viðmótshluta til gagnasöfnunar
-
Skilvirkni í nýtingu gagna og vandaðri gagnahögun
-
Stuðla að skipulagðri varðveislu gagna
-
Stuðningur við úrvinnslu og framsetningu gagna
-
Bæta aðgengi að gögnum
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af viðmótsforritun
-
Þekking á Java eða öðru sambærilegu forritunarmáli er nauðsynleg
-
Þekking á PL/SQL og Oracle gagasafnkerfi er kostur
-
Þekking á Swing viðmótshluta Java, Git og Gradle er kostur
-
Reynsla af hönnun og forritun gagnagrunna
-
Þekking á tölfræðiforritinu R er kostur
-
Nákvæmni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Jákvætt viðmót og lausnamiðuð nálgun
-
Hæfni til að miðla þekkingu
-
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
-
Ríkir samskiptahæfileikar og þjónustulund
Sækja um starf
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag tölvunarfræðinga hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja:
Ítarleg ferilskrá.
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Tilnefna skal tvo meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.09.2021 Nánari upplýsingar veitir
Berglind Björk Hreinsdóttir - berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is - s.8916990