Forritari í vef- og applausnum
Starfssvið
Um er að ræða fjölbreytt verkefni tengd veflausnum fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Meðal helstu verkefna eru nýsmíði og viðhald á umfangsmiklum vefkerfum og öppum, s.s. ytri vefir, innri vefir, vefverslanir, mínar síður og þjónustugáttir ásamt samþættingu við hin ýmsu ytri kerfi. Auk þess felur starfið í sér að veita ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini.
Veflausnir
Hjá veflausnum Advania starfa um 40 manns og er því um að ræða eina af stærstu hugbúnaðardeildum landsins. Hópurinn hefur þróað ótal margar stórar sem smáar lausnir fyrir breiðan hóp ánægðra viðskiptavina.
Hæfniskröfur
Þó það sé ekki krafa þá er er mikill kostur ef umsækjendur hafa þekkingu eða reynslu af þeirri tækni sem veflausnir vinna mikið með. Þar má helst nefna:
Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins! Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.
Sækja um starf
Ferli umsóknar
Nánari upplýsingar veita: