Forritari í vef- og applausnum

Advania 12. Feb 2021 Fullt starf

Starfssvið

Um er að ræða fjölbreytt verkefni tengd veflausnum fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Meðal helstu verkefna eru nýsmíði og viðhald á umfangsmiklum vefkerfum og öppum, s.s. ytri vefir, innri vefir, vefverslanir, mínar síður og þjónustugáttir ásamt samþættingu við hin ýmsu ytri kerfi. Auk þess felur starfið í sér að veita ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini.

Veflausnir

Hjá veflausnum Advania starfa um 40 manns og er því um að ræða eina af stærstu hugbúnaðardeildum landsins. Hópurinn hefur þróað ótal margar stórar sem smáar lausnir fyrir breiðan hóp ánægðra viðskiptavina.

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
  • Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
  • Færni í teymisvinnu
  • Þó það sé ekki krafa þá er er mikill kostur ef umsækjendur hafa þekkingu eða reynslu af þeirri tækni sem veflausnir vinna mikið með. Þar má helst nefna:

  • Forritun í .NET og NodeJS / Type script
  • Framendaforritun í CSS, HTML, JavaScript, React / VueJS.
  • Samþætting á móti vefþjónustum t.d. GraphQL / REST
  • Appforritunar í React native
  • Kóðageymslur eins og t.d. Git
  • Aðrar upplýsingar

    Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins! Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.


    Sækja um starf
    Upplýsingar fyrir umsækjendur

    Ferli umsóknar

  • Tekið á móti umsóknum til 21. febrúar 2021 á https://jobs.50skills.com/advania/is/6389
  • Yfirferð umsókna
  • Boðað í fyrstu viðtöl
  • Boðað í seinni viðtöl
  • Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  • Öflun umsagna / meðmæla
  • Ákvörðun um ráðningu
  • Öllum umsóknum svarað
  • Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

    Nánari upplýsingar veita:

  • Hrefna Arnardóttir, deildarstjóri sérlausna og ráðgjafar, hrefna.arnardottir@advania.is / s. 440 9000
  • Daði Rúnar Pétursson, deildarstjóri viðmótslausna og hönnunar, dadi.runar.petursson@advania.is/ s. 440 9000.