Forritari í hugbúnaðarþróun hjá Nova
Við leitum að forritara til að ganga til liðs við stækkandi hugbúanaðarþróunarteymi Nova. Um er að ræða fjölbreytt hlutverk í teymi sem sér um þróun og rekstur starfrænna lausna fyrir viðskiptavini og starfsmenn Nova.
Þú munt
-
taka þátt í þróun og uppbyggingu á sölu-, áskrifta- og viðskiptamannakerfum Nova
-
vinna við samþættingu kerfa og tengingar við kerfiseiningar tengdar fjarskiptarekstri
-
sinna skipulagi verkefna í samstarfi við kröfuhafa, vörustjóra og aðra í teyminu
-
koma að vöruþróun á fjarskiptamarkaði
Þú hefur
-
metnað fyrir því að skrifa góðan, viðhaldanlegan kóða
-
þekkingu á helstu hönnunarmynstrum hugbúnaðar
-
getu til að taka ábyrgð og leiða verkefni tæknilega
-
áhuga á að miðla þekkingu og reynslu til teymismeðlima
-
vilja til að finna bestu lausnina
Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegt nám eða reynsla er kostur.
Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og sjálfstæðum vinnubrögðum. Við leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild! Svo ef þú ert hress og lífsglöð manneskja sem vilt umgangast glás af lífsglöðu hæfileikafólki, vaxa og dafna í spennandi umhverfi, vinna fjölbreytt starf og hafa nóg að gera, þá viljum við endilega fá þig í hópinn!
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergsveinn, þjálfari í hugbúnaðarþróun, bergsveinns@nova.is