Forritari í bakenda
Lýsing á Klöppum
Klappir Grænar Lausnir er upplýsingatæknifyrirtæki sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum aðgengi að framúrskarandi hugbúnaðarlausnum á sviði umhverfismála.
Hugbúnaðarlausnir Klappa eru í notkun hjá yfir 300 fyrirtækjum um heim allan og er stefnan sett á enn frekari vöxt á næstu misserum
Við leitum að öflugum einstaklingi til að taka þátt í þeirri vegferð með okkur. Boðið er upp á skemmtilegt vinnuumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum til að hafa víðtæk samfélagsáhrif.
Starfslýsing
Starfsheiti: Forritari í bakenda
Nánasti yfirmaður: Tæknistjóri
Tæknilegir innviðir:
- PostgreSQL (Microsoft SQL Server og Oracle í minna mæli)
- MongoDB
- Node.js
- GraphQL
- gRPC
- React
- AWS
- GitHub
Helstu viðfangsefni, almennar skyldur og ábyrgð
Vinna í frekari þróun á gagnagrunni og tengdum lausnum í millilagi. Tryggja að bakendi mæti óskum og væntingum félagsins og uppfylli kröfulýsingar.
Vinna við daglegan rekstur gagnagrunns, viðhald og betrumbætur á uppsetningu hans.
Vinna við kerfisstýringu (sysadmin).
Unnið er meðal annars með AWS, GraphQL og Postgres.
Starfsmaðurinn starfar ýmist einn að sínum verkefnum eða í teymum.
Þekking og hæfni sem nauðsynlegar eru fyrir starfið
- BS gráða í tölvunarfræði eða skyldu fagi nauðsynleg.
- 2 ára reynsla af bakendaforritun.
- Góður skilningur á gagnastýringu (þ.e. leyfum, endurheimt, öryggismálum og eftirliti.
- Reynsla af SQL (PostgreSQL eða öðrum SQL gagnagrunnskerfum).
Aðrir kostir fyrir starfið
- Þekking á vefforritun (TypeScript og JavaScript).
- Góð greiningar- og skipulagshæfni.
- Hæfni til að skilja óskir/þarfir framenda notenda og lausnamiðað viðhorf almennt.
- Góð samskiptafærni bæði í samræðum og skriflega.
Sækja um starf
Öllum umsóknum þarf að fylgja ferilskrá með upplýsingum um fyrri störf, menntun, o.s.frv.
Umsóknarfrestur er 15. janúar 2021.