FORRITARI ENGLAND, FULLT STARF

Lockwood Publishing Ltd 11. Oct 2017 Fullt starf

Lockwood Publishing Ltd er tölvuleikjafyrirtæki í Nottingham, Englandi. Lockwood gefur út Avakin Life á snjallsímum og hafa fengið yfir 33 milljón niðurhöl frá byrjun. Leikurinn er ört vaxandi og náði í efstu 100 sætin í Bandaríkjunum á iOS nýlega. Milli 300-400 þúsund manns spila leikinn daglega. Varan hefur vaxið ‘organically’, nánast algerlega án þess að kaupa notendur.

Á síðasta ári var Lockwood nefnt Besta Smáa Leikjafyrirtækið í Englandi af Tiga og var einnig nefnt sem top 10 Creative Company á Englandi af Creative England. Fyrirtækið er algerlega fjármagnað af eigin tekjum án fjárfesta.

Auk þess að hafa skemmtilegt fólk til að vinna með, þá erum með mjög gott bónus kerfi þar sem 50% af aukningu í hagnaði hvers ársfjórðungs rennur til teymisins. Við höfum borgað út hundruðir þúsunda punda þegar í bónusa. Bónus síðasta ársfjórðungs var £140.000.

Það er margt sem þarf að bæta við í vörunni hjá okkur eins og leiki og fleira og erum við að leita aðallega að reyndum og góðum forriturum til að hjálpa okkur með það. Teymið er núna rétt yfir 55 manns.

Við getum hugsanlega hjálpað með flutningskostnað.

Endilega kíktu á síðuna hjá okkur til að læra meira um störfin sem eru í boði.

Halli Bjornsson
CEO Lockwood Publishing Ltd


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Þú getur sótt um í gegnum síðuna hjá okkur en þér er einnig velkomið að hafa samband við mig á halli.bjornsson@lockwoodpublishing.com eða í gegnum Linkedin.