Forritari (bakenda)
RÚV leitar að bakenda forritara í 100% starf.
Hefur þú brennandi áhuga á að skapa traustan og notendavænan hugbúnað? Viltu vinna á lifandi vinnustað þar sem atburðir líðandi stundar geta mótað verkefni morgundagsins? Viltu starfa með öflugu og samhentu fagfólki við gerð hugbúnaðar með áherslu á notendaupplifun? Við leitum að kraftmiklu fólki með áhuga á stafrænni þróun í teymið okkar!
Hugbúnaðarþróun RÚV er framsækið teymi og fær mikið frelsi til nýsköpunar og svigrúm til að prófa sig áfram með nýja tækni. RÚV er lifandi vinnustaður þar sem atburðir liðandi stundar geta mótað verkefni morgundagsins. Teymið sér um forritun og utanumhald á öllum öppum og vefum RÚV ásamt fjölmörgum kerfum tengdum efni RÚV og kjarnarekstri.
Helstu verkefni:
- Nýsmíði og þróun hugbúnaðar sem snerta öpp, vefi, innanhússkerfi og -þjónustur RÚV
- Taka þátt í að móta, hanna og þróa lausnir og gagnagrunnslíkön
Unnið er í :
- Python
- Node.js
- GraphQL
- CI/CD ferlum, Gitlab
- .NET, SQL
Hæfniskröfur:
- B.Sc í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tengdu sviði eða sambærileg reynsla
- Reynsla og/eða þekking á Agile hugmyndafræði
- Fagleg vinnubrögð, metnaður til að læra og vilji til að miðla reynslu
- Góð færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Geta til að þrífast í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi
- Nýjungagirni og sveigjanleiki til þess að prófa nýja tækni
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir í samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um störfin, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu.
Nánari upplýsingar veitir Starkaður Örn Arnarson, deildarstjóri, starkadur@ruv.is, s: 515 3000.