Forritari
Við hjá Sendiráðinu leggjum áherslu á vandað vinnuumhverfi þar sem sköpunargáfa fær að blómstra og endurspeglar þau gæði sem við höfum uppá að bjóða. Við veitum ráðgjöf, hönnum og þróum stafrænar lausnir. Við viljum bæta í hópinn hjá okkur metnaðarfullum og skemmtilegum forritara sem vill vinna hjá framsæknu fyrirtæki við við að þróa hugbúnað í nýjasta tæknistakk sem völ er á.
Spennandi og fjölbreytt starf
Umsækjendur þurfa að vera vel kunnugir nýjustu tækni og með góða reynslu. Við teljum að notendaupplifun sé mikilvægur þáttur í hugbúnaðarþróun og við sjáum áhuga í notendaviðmóti sem kost.
Erum við að leita af þér?
-
Ertu jákvæður, metnaðarfullur og lausnamiðaður forritari?
-
Hefur þú sjálfstæða og skapandi hugsun?
-
Áttu auðvelt með samskipti og samvinnu í teymisvinnu?
-
Hefur þú áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki?
-
Hefur þú brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun?
Hæfniskröfur
-
Að minnsta kosti þriggja ára reynsla af vinnu við forritun
-
Góð þekking á React/next.js, Node.js og Typescript
-
Menntun á sviði tölvunarfræði er kostur en ekki krafa
Það sem við bjóðum
-
Við leggjum áherslu á samvinnu og teljum að teymisvinna sé lykillinn að árangri
-
Vinna með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki í frábæru starfsumhverfi
-
Niðurgreiddur hádegismatur í næsta húsi, 2 góðar kaffivélar og fullur ísskápur af allskonar
-
Tölvubúnað að eigin vali
-
Fögnum styttingu vinnuvikunnar
-
Bjóðum upp á sveigjanleika í viðveru og fjarvinnu
-
Samkeppnishæf laun
-
Fjölskylduvænt fyrirtæki
Sækja um starf
Sendu okkur umsókn og ferilskrá á hallo@sendiradid.is, ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið. Hlökkum til að heyra frá þér.