Forritari

Valitor óskar eftir að ráða forritara í þróunarteymi Útgáfulausna á Íslandi.
Þróunarteymi Útgáfulausna sér um hugbúnaðarþróun fyrir kortaútgáfu og tengdar greiðslulausnir sem Valitor býður upp á. Teymið heldur utan um kerfi á bak við kortanotkun, vefþjónustur, uppgjörskerfi gagnvart bönkum og korthöfum sem og farsímagreiðslur á borð við Apple Pay o.fl.
Teymið er reynslumikið og hefur unnið að allri framþróun í kringum kortaviðskipti sem hefur átt sér stað hérlendis undanfarin ár. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að verða hluti af öflugu teymi og taka þátt í spennandi verkefnum sem framundan eru.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt
-
3+ ára reynsla af forritun í .NET/C#
-
Þekking á SQL
-
Reynsla af vinnu í agile þróunarteymi og notkun á git útgáfustýringarkerfi
-
Áhugi á sjálfvirknivæðingu í prófunum og útgáfum
-
Færni í mannlegum samskiptum og hópavinnu
-
Lausnamiðað hugarfar og vilji til að takast á við breytilegar áskoranir
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Sækja um starf
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september, 2021.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Hrafn Pétursson, Development Manager, Issuing Processing, sigurdur.hrafn.petursson@valitor.com