Forritari

RÚV ohf 24. Aug 2021 Fullt starf

Okkur vantar forritara í teymið!

Hefur þú brennandi áhuga á að skapa notendavænan hugbúnað? Viltu vinna á lifandi vinnustað þar sem atburðir líðandi stundar geta mótað verkefni morgundagsins? Viltu starfa með öflugu og samhentu fagfólki við gerð hugbúnaðar með áherslu á notendaupplifun? Við leitum að kraftmiklu fólki með áhuga á stafrænni þróun í teymið okkar!

HUGBÚNAÐARLAUSNIR RÚV

Við erum framsækinn hópur sem hefur frelsi til nýsköpunar og svigrúm til að prófa okkur áfram með nýja tækni. Við sjáum um forritun og þróun á öppum, þjónustum og vefjum ásamt fjölmörgum kerfum tengdum efni RÚV og kjarnarekstri. Hugbúnaðarlausnir RÚV eru blanda af nýjustu tækni og eldri lausnum sem markmiðið er að færa til framtíðar.

HELSTU VIÐFANGSEFNI:

  • Nýsmíði og þróun hugbúnaðar sem snertir öpp, vefi og innanhúsþjónustu RÚV.
  • Taka þátt í að móta og þróa nýjar lausnir.

STARFSUMHVERFI:

  • Javascript/Typescipt
  • React, HTML og CSS
  • GraphQL
  • CI/CD ferlar, Gitlab, Docker, Kubernetes

KRÖFUR UM REYNSLU OG HÆFNI:

  • BSc í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tengdu sviði eða sambærileg reynsla.
  • Reynsla og/eða þekking á Agile-hugmyndafræði.
  • Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
  • Fagleg vinnubrögð og metnaður til að læra.
  • Þekking á notendaupplifun og notendaviðmóti (UX/UI).
  • Geta til að þrífast í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi.
  • Nýjungagirni og sveigjanleiki til að prófa nýja tækni.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni.

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 05.sept. 2021. Nánari upplýsingar veitir Gísli Þórmar Snæbjörnsson, gisli.snaebjornsson@ruv.is, s: 515 3000.