Forritari
Fiskistofa óskar eftir að ráða drífandi einstakling í starf forritara. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir kraftmikinn einstakling sem vill taka þátt í þróun á upplýsingkerfum Fiskistofu og nýsköpun í rafrænni þjónustu
Starfsstöð getur verið á Akureyri eða í Hafnarfirði.
Helstu verkefni:
- Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarlausna
- Greining, hönnun og forritun
- Skjölun og prófanir
- Samskipti við notendur og samstarfsaðila
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á forritun í .NET umhverfi (C#, ASP.NET)
- Þekking á Java og framendaforritun er kostur
- Hæfni til að tileinka sér tækninýjungar
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og farsæl reynsla af hópstarfi
- Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar
- Hreint sakavottorð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 22. mai n.k.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannesdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.