Forritari

Iceland Express 25. May 2011 Fullt starf

Upplýsingatæknisvið Iceland Express leitar að frumlegum og úrræðagóðum starfmanni í fjölbreytt starf við þróun vefsvæða félagsins.

Starfið felur í sér m.a. viðmótshönnun, greiningu og forritun á söluvef ásamt því að vinna að fjölbreyttum verkefnum tengdum vefmálum fyrirtækisins. Starfið krefst náinar samvinna við önnur svið innan fyrirtækisins. Áhugi eða reynsla á markaðsmálum er kostur. Umsækjendur með hæfni í Fúsball eru sérstaklega velkomnir en allt spinn er stranglega bannað í húsreglum.
Viðkomandi starfsmaður verður að hafa góð tök á HTML/CSS, Microsoft .NET umhverfinu og kunnáttu í Microsoft SQL fyrirspurnum og fússball.

Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólagráðu í tölvunarfræði eða hafi sambærilega menntun.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á job@icelandexpress.is merkt Forritari, fyrir 29. maí nk.