Forritari
Hjá Íslenskri erfðagreiningu eru rekin umfangsmikil upplýsingakerfi sem halda utan um söfnun á ýmiss konar líf- og læknisfræðilegum mæligögnum og í kjölfarið vinna úr þeim upplýsingar sem nýtast öðrum sérfræðingum fyrirtækisins til að finna tengsl erfðabreytileika við sjúkdóma.
Núna erum við að leita að hugbúnaðarsérfræðingi til að styrkja þau teymi sem þróa og reka þessi kerfi.
Við viljum gjarnan tala við þig ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur og hefur áhuga á og reynslu af vefforritun.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í tölvunarfræði eða skyldum greinum,
- Reynsla af vefforritun.
- Þekking á sql er kostur.
- Þekking á scrum/agile er kostur.
- Þekking á sameindalíffræði og/eða erfðafræði er kostur.
Umsóknarfrestur til 31.október 2017.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Sækið um í gegnum ráðningavef Íslenskrar erfðagreiningar: https://jobs.decode.is/storf/default.aspx