Forritari

Umferðarstofa 5. May 2011 Fullt starf

Starfið: Vegna aukinna verkefna við nýsköpun kerfa leitar Umferðarstofa að forritara í vinnu við nýsköpun og brautryðjandi hugbúnaðarlausnir. Í boði er fyrirmyndar vinnustaður, góður félagsskapur, vel búið starfsumhverfi með góðum tækjabúnaði, spennandi verkefni og tillitssemi gagnvart því að forritarar geti líka átt sér líf utan vinnu. Nýútskrifaðir jafnt sem reynsluboltar eru hvattir til að sækja um.

Hæfniskröfur
• Þekking og áhugi á hlutbundinni forritun og aðferðafræði
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða góð reynsla
• Góð Java-kunnátta kostur
• Grunnþekking í JavaScript, HTML, CSS og SQL kostur

Umsóknarfrestur er til 23. maí

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri upplýsinga-tæknisviðs í síma 580-2000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti: • á vefsvæði Umferðarstofu á síðunni http://www.us.is/page/atvinnuumsokn • með því að senda umsókn (CV/ferilskrá) á framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs, olof@us.is • senda skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang: Umferðarstofa Bt. Ólafar Friðriksdóttur Borgartúni 30 105 Reykjavík