Forritari
Þjóðskrá Íslands auglýsir eftir forritara sem er tilbúin/n að taka þá í krefjandi verkefnum.
Viðkomandi mun vinna að þróun og nýsmíði á stórum og sérhæfðum hugbúnaðarkerfum.
Starfið er í Reykjavík.
Helstu verkefni eru:
• Vinna við greiningu, þróun og smíði á nýjum kerfum
• Samþætting kerfa innanhúss og utan
• Forritun á gagnavinnslum
• Þátttaka í stefnumótun í upplýsingatækni og tengdum verkefnum
• Viðhald núverandi kerfa
Hæfniskröfur:
Við leitum að starfsmanni sem hefur brennandi áhuga forritun og vinnu við kerfisgerð stærri lausna
Æskilegt er að viðkomandi hafi:
• Menntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu námi
• Haldgóða reynslu í forritun
• Þekkingu á gagnagrunnum
• Góða færni til að greina og finna lausnir
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
• Metnaður, skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg J. Helgadóttir mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands á netfanginu sjh@skra.is.
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2014.
Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is.