Forritari
Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í rauntímavöktun verðmæta. Lausnir fyrirtækisins hafa náð útbreiðslu á innlendum og erlendum lyfja- og matvælamörkuðum, en þær byggja á þráðlausri tækni, hugbúnaðarlausnum og miðlægu gagnagrunnskerfi sem fyrirtækið hefur þróað á undanförnum árum. Vegna aukinna umsvifa þurfum við að bæta við liðsmönnum í teymið okkar.
Fyrirtækið er í mikilli sókn og mörg spennandi verkefni framundan sem tengjast hugbúnaðar- og vélbúnaðarvörum fyrirtækisins. Við leitum eftir hressum einstaklingum sem eru til í slaginn og búa yfir aganum til þess að vinna sjálfstætt. Þá þykir áhugi á viðfangsefninu mikill kostur, sem og temmilega mikil hæfni í badminton, borðtennis og foosball.
Lausnir Controlant byggja á söfnun gagna, m.a. um hitastig og meðhöndlun vöru, frá skynjurum sem dreift er víðsvegar um heiminn. Viðmótskerfi og þjónustur nýta gögnin til birtingar til notenda með ýmsum hætti og mun viðkomandi taka með virkum hætti þátt í framþróun þessara grunnkerfa.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun
- Yfirgripsmikil þekking og reynsla af forritun
- Þekking á vefþjónustum og þjónustuvæðingu innri kerfa er kostur
- Þekking á MySQL er kostur
- Þekking á C#, Java og Python er kostur
- Þekking á helstu hönnunarmynstrum (design patterns) er kostur
- Þekking á uppbyggingu innviða fyrir dreifða gagnavinnslu, t.d. Hadoop, Spark eða aðrar lausnir er kostur
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á job@controlant.com fyrir 29. apríl 2015