Forritari

Premis ehf. 11. Mar 2015 Fullt starf

Premis leitar að sjálfstæðum og drífandi forritara vegna aukinna umsvifa.

Hjá Premis er unnið að mjög fjölbreyttum hugbúnaðarverkefnum. Hjá fyrirtækinu starfa 15 manns og þurfum við að bæta við okkur starfsfólki í hugbúnaðardeild vegna mikilla umsvifa.
Við hvetjum alla, en þá sérstaklega reynslubolta, að sækja um þótt það sé ekki nema bara til að kíkja til okkar í kaffi og sjá hvað við höfum að bjóða.

Kerfin okkar eru þróuð í PHP og MySQL/MariaDB og við notumst við JavaScript.

Grunnkröfur:
– HTML, PHP
– JavaScript (Þekking á jQuery og jQuery UI)
– SQL (MariaDB/MySQL)

Annað:
– Auga fyrir fegurð og kunnátta á LESS/CSS
– Þekking á FreeBSD, Linux, Git og C kostur.
– Menntun er kostur en reynsla vegur þyngra.
– Pool, foosball eða FIFA


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá í tölvupósti á jobs@premis.is