Forritari

Tryggingamiðstöðin 23. Feb 2011 Fullt starf

Tryggingamiðstöðin auglýsir eftir forritara í hugbúnaðargerð félagsins.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf við þróun framsækinna hugbúnaðarlausna sem byggja á veflausnum og samskiptum við kjarnakerfi á IBM i. Umhverfið samanstendur meðal annars af Java, Eclipse/RAD, Websphere, Tomcat, DB/2, SQL, RPG, Plex og Cognos.

Starfssvið

Greining, hönnun og þróun hugbúnaðarlausna
Innleiðing og prófanir hugbúnaðarlausna
Viðhald eldri kerfa

Hæfniskröfur

Kerfisfræði, tölvunarfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla af Java eða öðrum hlutbundnum forritunarmálum
Brennandi áhugi á forritun
Hæfni í mannlegum samskiptum

Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði og metnaði og geta unnið sjálfstætt.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Brynjólfur Gunnarsson, brynjolfur@tm.is, gsm: 899 0869, veitir frekari upplýsingar um starfið.