Forritari

Mure ehf 13. Jan 2015 Fullt starf

Mure VR auglýsir eftir forritara í fullt starf.

Mure VR er sprotafyrirtæki sem vinnur að hugbúnaði fyrir Oculus Rift til að auka almenna vellíðan og afköst á vinnustað. Í fyrirtækinu eru þrír starfsmenn, auk stjórnar og þriggja manna ráðgjafarteymis. Fyrsta fjárfesting kom inn í félagið frá Eyrir Invest í desember og hefur það einnig hlotið verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði til þriggja ára.

Umsæknandi verður að vera tilbúinn til að flytja með fyrirtækinu út fyrir landsteinana í skamman tíma ef á það reynir.

Æskilegt er að umsækjandi hafi minnst B.Sc. gráðu í tölvunarfræði og þekkingu á eftirtöldu:
WebGL, WebKit, Unity leikjavélinni, C#, Javascript, JQuery og almenn þekking á innri virkni stýrikerfa.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ferilskrá sendist á murevr@murevr.com