Forritari

Bændasamtök Íslands 12. Jan 2015 Fullt starf

Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til starfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefforrita fyrir landbúnað.

Æskileg þekking og reynsla:

• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
• Python, Django og Linux
• Oracle gagnagrunnur
• Java
• HTML5 og CSS3
• Javascript, jQuery o.fl.
• Agile/Scrum aðferðafræði

Hæfniskröfur:

• Metnaður
• Frumkvæði og framsýni
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Vinna í teymi eða sjálfstætt

Í boði er fjölbreytt og spennandi forritunarstarf þar sem reynir á teymisvinnu, sjálfstæð vinnubrögð og getu til að takast á við ögrandi verkefni.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2015. Nánari upplýsingar gefur Þorberg Þ. Þorbergsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands, í síma 563-0300 eða í tölvupósti thorberg[hjá]bondi.is. Fullum trúnaði heitið.