Forritari
Námsmatsstofnun óskar eftir að ráða tölvunarfræðing eða kerfisfræðing í fullt starf forritara.
• Góð þekking á Python, Javascript og Jquery er æskileg.
• Reynsla af Nginx/Apache og IIS er kostur.
• Reynslu af Twisted, Jinja2 og MongoDB er kostur.
• Getu til að að koma með sjálfstæðar lausnir varðandi vinnslu með gagnagrunna.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu við aðra starfsmenn.
Meginverkefni er nýsmíði og viðhald vefkerfa stofnunarinnar.
Gerðar eru kröfur um háskólamenntun eða sambærilega menntun og reynslu af viðhaldi og nýsmíði vefkerfa.
Nánari upplýsingar um starfið veita forstöðumaður eða sviðsstjóri upplýsinga- og tæknideildar í síma 5502400. Launa og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir berist til Námsmatsstofnunnar, namsmat@namsmat.is, fyrir 25. ágúst næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað.
Námsmatsstofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra. Hlutverk stofnunarinnar er að annast framkvæmd samræmdra könnunarprófa, alþjóðlegra rannsókna á sviði menntamála, ytra mats á grunnskólum auk fleiri verkefna. Fyrir dyrum stendur að stofnunin renni inn í nýja stjórnsýslustofnun ásamt Námsgagnastofnun auk þess að fleiri verkefnum verður bætt við starfssvið nýju stofnunarinnar. Í störfunum felast því möguleikar á að takast á við spennandi verkefni á breytingartímum.