Forritari

Íslandsbanki 14. Nov 2013 Fullt starf

Íslandsbanki leitar að klárum og metnaðarfullum forritara í krefjandi og skemmtileg verkefni.

Helstu verkefni:
* Verkefni tengd greiðslumiðlunar- og innlánakerfum
* Greining
* Hönnun og þróun
* Viðhald og innleiðing kerfa

Hæfniskröfur:
* Háskólapróf sem nýtist í starfi
* Þekking og reynsla af notkun eftirfarandi er kostur; webMethods, .NET, C#, MVC, WCF, SQL, PL/SQL, Ajax, CSS, Javascript/jQuery, X/HTML/5
* Metnaður og áhugasemi
* Fagleg og öguð vinnubrögð
* Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
* Frumkvæði og kraftur


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Rósa María Ásgeirsdóttir, deildarstjóri Framlínulausna, sími 440 4371, netfang rosa.asgeirsdottir@islandsbanki.is Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá fyrir 21. nóvember nk.