Forritari

Verðandi | Auglýsingastofa 1. May 2013 Fullt starf

Núna er komið að því að auglýsingastofan Verðandi þarf að bæta við forritara.

Auglýsingastofan Verðandi er stafræn auglýsingastofa sem sérhæfir sig á samfélagsmiðlum og í skæruliðaherferðum. Við einbeitum okkur að tæknilausnum sem hjálpa viðskiptavinum okkar að nálgast viðskiptavini sína og auka sölu þeirra.

Smærri verkefni okkar eru gerð í PHP á meðan stærri þróunarverkefni eru oft unnin í öðrum málum á borð við Ruby og Python. –Verðandi tekur að sér aragrúa af allskyns verkefnum, þannig að viðkomandi þarf að vera hæfur bæði þegar kemur að bakendaforritun og framendakóðun.

Forritari hjá Verðandi þarf að:
• Hafa kunnáttu og reynslu þegar kemur að PHP og JavaScript/jQuery.
• Þekkja vefstaðla eins og handabakið á sér og geta notfært sér þá.
• Kunna og sýna góð vinnubrögð.
• Halda sig við hlutbundna kóðun þegar það á við.
• Hafa vilja og kunnáttu þegar kemur að skjölun á forritunarkóða.
• Hafa reynslu þegar kemur að vinnu í gegn um git og Github eða svipuð kerfi.
• Skilja hvernig viðskiptavinir okkar, aðrir forritarar, hönnuðir og textasmiðir vinna og hugsa; og geta gagnrýnt þeirra vinnu og hugmyndir á uppbyggilegan hátt.

Reynsla þegar kemur að markaðsmálum eða hönnun er stór kostur. –Og ef þú ert ekki hinn fullkomni umsækjandi máttu samt senda okkur línu, því þó þú kunnir ekki allt sem við teljum upp, þá erum við líka að leita að manneskju sem á auðvelt með að læra nýja hluti og sigla inn í framtíðina með okkur.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá og verkefnamöppu á netfangið verdandi@verdandi.is. Umsóknarfestur er til og með 24. maí 2013.