Forritari
Heiti verkefnis: Chronica Tímaskráningakerfi
Fyrirtæki: Chronica ehf.
Tengiliður hjá fyrirtæki: Gunnlaugur Freyr , gulli@chronica.is, 571-2400.
Markmið verkefnis: Verkefnið snýst um að búa til einfalt og öflugt tímaskráningakerfi til að einfalda launaútreikninga fyrir fyrirtæki. Kerfið á að auka alla yfirsýn yfir viðveru starfsmanna og verður kerfið aðgengilegt á vefnum fyrir bæði yfirmenn og starfsmenn. Mikil áhersla er lögð á einfaldleika og öryggi. Tímaskráningakerfið kemur til með að tengjast við fleiri starfsmannalausnir.
Þróunarumhverfi og tækni: Kerfið verður skrifað í Python eða PHP og notast verður við open sorce MVC framework eins og Django eða Symphony. MySQL eða PostgreSQL mun vera notað fyrir gagnagrunninn og þetta allt keyrt í linux/unix umhverfi.
Hæfniskröfur: Ætlast er til þess að umsækjandi hafi einhverja reynslu á vefforritun með forritunarmálum í líkingu við Python eða PHP, Model View Controller kerfis hönnun og relational gagnagrunnum. Kostur væri ef einhver þekking á linux/unix væri til staðar. Einnig þarf að framkvæma prófanir með notendum kerfisins.
Um fyrirtækið: Chronica er nýtt og skapandi hugbúnaðarfyrirtæki. Chronica sérhæfir sig í starfsmannalausnum sem einfalda og bætir dagleg verk einstaklinga og fyrirtækja. Chronica hefur nú þegar hannað útlit og líkan að verðandi hugbúnaði sem hefur fengið mjög góðar viðtökur.
Chronica leitar að öflugum forritara við þróun á starfsmannalausnum.
Áhugasamir sendið tölvupóst á Gunnlaug á netfangið gulli@chronica.is eða hringja í síma 571-2400.