Forritari

RÚV 31. Jan 2013 Fullt starf

Erum við að leita að þér?

Nýmiðladeild RÚV leitar að tveimur öflugum vefforitturum.

Nýmiðladeild er lítil deild með stórt verkefni: að reka og bæta RUV.is, virkja 80 ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir meira af efni en nokkur annar fjölmiðill og finna nýjar leiðir til að miðla því efni – allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Hlutverk deildarinnar er að tryggja að ruv.is standist kröfur um nútímavefþjónustu. Í stefnu RÚV kemur fram að deildin skuli vera leiðandi í innleiðingu og notkun RÚV á nýjum miðlum og samskiptaformum, t.d. á vefnum, í farsímum og öðrum nettengdum tækjum auk samfélagsmiðla.

Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum forriturum sem geta bæðið unnið náið í litlum hóp og borið ábyrgð á stórum verkefnum einir.

Ef þú…

-hefur a.m.k. þriggja ára reynslu af vefforritun
-hefur gott vald á forritun fyrir framenda (HTML, CSS og JS)
-eða ert með allt á hreinu á bakendanum (t.d. PHP eða Python)
-ert fljót/ur að tileinka þér nýjungar í faginu, t.d. möguleika HTML5, CSS3, notkun JQUERY o.fl.
-ert spennt/ur fyrir því að starfa hjá langstærsta fjölmiðli landsins
-óttast ekki að takast á við krefjandi verkefni sem þér datt aldrei í hug að væru til

…ertu hárrétta viðbótin í fjölskylduna.

RUV.is er settur upp í Drupal útgáfu 6 og keyrir á PHP 5 og MySql 5 gagnagrunni á Apache vefþjóni. Fyrir hljóð og mynd er notast við Mp3 og Mp4 skrárform. Þekking á vinnu í Photoshop, Flash og Flash Media Encoder er kostur. Hver og einn innan deildarinnar vinnur á þeim hugbúnaði sem honum þykir henta fyrir sína forritun en fyrir útgáfustýringar notum við Git og í einhverjum tilfellum SVN.

RÚV er almannaþjónusta – fjölmiðill í eigu almennings. Á ruv.is er fréttaþjónusta allan sólarhringinn allt árið um kring. Þar er hægt að horfa á beina útsendingu sjónvarps, hlusta á útvarp og horfa á yfir 400 upptökur í viku hverri af efni sem þú gætir hafa misst af í sjónvarpinu. Við bjóðum upp á hátt í tvö hundruð þætti á hlaðvarpinu. Okkar verki líkur aldrei. Þorirðu?

Við leggjum áherslu á að endurspegla samfélagið sem við búum í og þess vegna hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknareyðublaðið má finna hér: http://umsokn.ruv.is/h3ruvf1/jobad.aspx?hl3jobadcode=AU003

Nánari upplýsingar veita Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti ibs@ruv.is og Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti berglindb@ruv.is.