Forritara vantar í öflugt teymi

VÍS 3. Dec 2012 Fullt starf

Við hjá VÍS leitum að öflugum forritara í 6 manna teymi sem er að vinna að spennandi og krefjandi verkefnum.

Megin umhverfi:

• Python / Django / Celery (RabbitMQ)
• Git

Þetta er gott starf í öflugum hópi sem tekst á við krefjandi og metnaðarfull verkefni án þess að það raski jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Við beitum Agile verkefnastjórnun, án öfga, og leitum að fólki sem er lausnamiðað, vinnur vel í hóp en getur einnig unnið sjálfstætt í einstökum verkefnum.

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirliggjandi verkefni eru fáanlegar fyrir áhugasama.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hafið samband við Stefán Baxter í síma 5605195/6605195 eða með tölvupósti á stefanb@vis.is