Forritari

Skjárinn ehf 8. Nov 2012 Fullt starf

Viltu taka þátt í að móta sjónvarp framtíðarinnar?

Skjárinn er leiðandi í miðlun sjónvarps á netinu og leitar að vönum forriturum

Í starfinu felst viðhald og rekstur á heimasíðu Skjásins, www.skjarinn.is, þátttaka í mótun á vefumhverfi Skjásins og framtíðarstefnu í miðlun afþreyingar á netinu.

Í umhverfinu eru ólíkar þjónustur, eins og NetFrelsi Skjásins, SkjárGolf í beinni á netinu, pantanakerfi, dagskrárupplýsingar, úthringikerfi o.fl.

Síðan er skrifuð í Django og keyrir á Apache í Linux umhverfi.

Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á python, django, git og linux.
Góð þekking á JS, CSS og HTML nauðsynleg
Þekking á forritun fyrir snjallsíma og spjaldtölvur væri kostur.
Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði
Áhugi og vilji til að læra nýja hluti er skilyrði.

Skjárinn býður skemmtilegt vinnuumhverfi með góðum starfsanda.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Páll Vignir Jónsson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Skjásins í síma 840-9907 . Fullum trúnaði er heitið.

Umsóknir sendist á pall@skjarinn.is