Forritari

CLARA 26. Oct 2012 Fullt starf

CLARA ehf leitar að öflugum forritara til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Um er að ræða þróun á lausnum sem viðskiptavinir á borð við Riot Games, Sony, CCP og fleiri leikjafyrirtæki notast við.

Hæfileikar:
– Góð kunnátta á Python og HTML/JavaScript er skilyrði.
– Kunnátta á mongoDB er kostur.
– Reynsla af tungumálagreiningu (NLP) er stór kostur.

Vinnuumhverfi:
– Mjög öflugt þróunarteymi.
– Afar spennandi og krefjandi verkefni.
– Góður starfsandi.
– Góð vinnuaðstaða.

Um CLARA:
CLARA ehf. var stofnað árið 2008 og hefur þróað vörur á borð við Vaktarann og Resonata. CLARA þróar öflugar textagreiningarlausnir sem nýta sér það allra nýjasta í tungumálatækni, gervigreind og birtingu gagna. Frekari upplýsingar um þær lausnir sem CLARA hefur þróað má finna á resonata.com og vaktarinn.is. Frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á clara.is.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Starfsumsóknir ásamt starfsferilskrá skulu sendar á jobs@clara.is.