Forritari

Auðkenni 28. Jan 2012 Fullt starf

VILTU TAKA ÞÁTT Í AÐ SKAPA
FRAMTÍÐ RAFRÆNNA SAMSKIPTA?

Að okkar mati eru örugg rafræn samskipti á netinu svöl hugmynd.
Hvað finnst þér? Við leitum að flinkum forritara sem er tilbúin að vinna með okkur að mótun umhverfis rafrænna samskipta á Íslandi.

Mega hafa áhuga á tölvuleikjum og pool en ekki vera tapsárir
– við erum dálítið góð.

Starfsvið
• Greining og hönnun á hugbúnaði
• Sjá um hugbúnað tengdum rafrænum skilríkjum
• Vinna við ýmis innri kerfi

Hæfniskröfur.
• Háskólamenntun í tölvunarfræði
• Starfsreynsla í hugbúnaðargerð er kostur
• Góð þekking á C# og C
• Reynsla af forritun í ASP.net og MVC kostur
• Þekking á gagnagrunnskerfum er kostur
• Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum er mikilvæg
• Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð

Auðkenni leggur áherslu á að starfsmenn tileinki sér nýjungar og vinni að framþróun í starfi sem er í stöðugri mótun. Mikilvægt er að geta unnið vel í hópi og tileinkað sér vinnubrögð sem byggja á samvinnu og frumkvæði.

Auðkenni er framsækið fyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Markmið Auðkennis er að tryggja öryggi og skapa traust í rafrænum samskiptum. Auðkenni vinnur að uppbyggingu rafrænna skilríkja til almennra nota á Íslandi.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veita Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri á hab@audkenni.is og Sverrir B. Sverrisson, tæknistjóri á sverrir@audkenni.is eða í síma 580 6400. Áhugasamir eru hvattir til að senda umsókn ásamt ferilskrá á starf@audkenni.is fyrir 6. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað.