Forritari

3Z ehf. 20. Jan 2012 Fullt starf

Lyfjaþróunarfyrirtækið 3Z ehf. óskar eftir að ráða til sín öflugan forritara. 3Z er sprotafyrirtæki sem vinnur að þróun aðferða til að nota sebrafiska til lyfjaskimunar. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2010 og er í örum vexti. Fyrirtækið er staðsett í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

Helstu verkefni forritara eru:

1.Uppsetning á tölvuklasa fyrir mynd og gagnagreiningu.

2.Þróun forrits sem framkvæmir “online” greiningu á atferlisgögnum frá sebrafiskum.

3.Umsjón með gagnavinnslu, en gögn um breytingar á atferli fiskanna undir lyfjaáhrifum verða helsta afurð fyrirtækisins.

Menntunar og hæfniskröfur:

  1. Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða skyldu fagi.

  2. Mikil hæfni í forritun.

  3. Þekking á tölvuklösum og samþættingu upplýsinga í slíkum klösum.

  4. Jákvætt viðhorf og hæfni til að vinna sjálfstætt.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2012. Umsóknir berist til: karlsson@hr.is

Nánari upplýsingar veitir Karl Ægir Karlsson í síma 8256467